Við sérhæfum okkur í heildarlausnum á mötuneytismálum fyrir fyrirtæki. Hvort sem verið er að leita eftir nokkrum matarbökkum eða heildarrekstri mötuneytis þá erum við með lausnina. Við notum aðeins besta mögulega hráefni í matargerðina og pössum upp á að maturinn sé hollur og góður. Allt hráefni kemur ferskt daglega og förum við eftir GÁMES eftirlitskerfinu við inntöku hráefnis og þar til viðskiptavinir okkar snæða.

Við bjóðum upp á þrjár tegundir af þjónustu:

  • Matarbakkar, einstaklingsbakkar, hentugt fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Þarna þarf engan starfsmann til að ganga frá eftir matinn þannig að fyrirtækið veit nákvæmlega hver kostnaðurinn við hádegismatinn er. Erum með í heildina 9 rétti sem að hægt er að velja úr á hverjum degi. Pöntun þarf að berast fyrir 09:30.
  • Matur sendur í viðkomandi fyrirtæki í stærri einingum en fyrirtækið sér sjálft um að skammta og ganga frá.
  • Heildarumsjón mötuneytis þar sem við sjáum um alla matseld og starfsmenn í mötuneyti, frágang og þrif.

Endilega hafið samband við okkur til þess að við getum aðstoða ykkur við að finna út hvaða leið hentar ykkur.

Velkomið að byrja á að hringa í okkur í síma 5114466 og við sendum ykkur svo tilboð á tölvupósti.

 

 

Þau fyrirtæki sem eru í hádegismat hjá okkur geta pantað ávexti og fengið afhent hvenær sem er vikunnar.

 

Við bjóðum upp á margskonar samloku-, ávaxta-, grænmetis- og ostabakka fyrir fundina ásamt því að geta boðið upp á morgunverð, allt frá léttum morgunverði, heilsumorgunverði og upp í stóran morgunverð sem að inniheldur beikon, egg og amerískar pönnukökur.

 

Einnig sérhæfum við okkur í klassísku smurbrauði bæði heilum og hálfum matarsneiðum sem að henta vel fyrir hádegisverðarfundi og svo kaffisnittur.
Ef þú hefur áhuga á að fá tilboð hafðu þá samband við okkur í síma 511-4466 eða á netfangið kokkarnir@kokkarnir.is