Keilan er mjög stífur fiskur og heldur sér vel við grillun.

Fyrir fjóra


1 kg. Roð og beinlaus keila
½ tsk. Karríduft
½ tsk Paprikuduft
½ tsk Hvítlauksduft
¼ tsk Þurrkað chili
3 dl. Filippo Berio Light ólífuolía
Salt
Aðferð:

Blandið saman öllum þurrefnunum og hrærið, setjið síðan olíuna útí.
Skerið keiluna í hæfilega stór stykki c.a. 200-250 gr. og leggið hana í marineringuna. Látið hana liggja í c.a. 10 mínútur í marineringunni, á meðan er gott að hita grillið mjög vel. Hafið grillið í botni meðan grillað er. Þegar búið er að setja keiluna á grillið þá á ekki að hreifa við henni í nokkrar mínútur á meðan fiskurinn er að brenna sig frá grillinu. Grillið í c.a. 5 mínútur á hvorri hlið.
Gott er að hafa með þessu bökunnar kartöflur skornar í tvennt og grillaðar á sárinu, ásamt fersku salati.
.

Prentvæn útgáfa