Fyrir 4

1 kg smálúða (roð og beinlaus)
2 stk Shallot laukur
Sítrónu melissa
2 dl Vatn eða hvítvín (gott að nota Villa Montes Sauvignon Blanc)
Kóríander
Graslaukur
Fáfnisgras (estragon)
Extra Virgin Ólífu olía
Salt og pipar

Aðferð:
Skerið shallot laukinn í sneiðar. Skerið graslaukinn smátt. Grófsaxið hinar kryddjurtirnar.
Skerið lúðuna í hæfilega bita c.a. 110 gr/stk.
Setjið smá olíu í botninn á djúpri pönnu. Leggið lúðubitana á pönnuna, kryddið með salti og pipar. Dreifið öllum kryddjurtunum yfir og vatninu/hvítvíninu. Látið eldast í 5-10 mínútur. Eldunartíminn fer mikið eftir þykkt fisksins.

Linsubaunir

400 gr Soðnar linsubaunir
1/3 stk Rauð paprika
1/3 stk Gul paprika
1/2 stk Rauðlaukur
Olía
Salt og pipar

Aðferð:
Grófskerið grænmetið. hitið pönnu og setjið olíuna á. Snöggsteikið grænmetið aðeins og setjið baunirnar 3 mínútum seinna. Kryddið til með salti og pipar.


Nauðsynlegt er að láta baunirnar liggja í bleyti í c.a. 3 tíma áður en þær eru soðnar. Þá soðna þær jafnar og minni hætta er á að þær séu missoðnar.
Maður þarf að vera vakandi yfir baununum þegar þær eru í suðu því það er svo skammur tími á milli þess að þær eru akkurat soðnar og ofsoðnar, þá maukast þær mikið.
Þær þurfa c.a. 10 mínútna suðu.

Prentvæn útgáfa