Verslun

Gufusoðin smálúða með linsubaunum


Fyrir 4

1 kg smálúða (roð og beinlaus)
2 stk Shallot laukur
Sítrónu melissa
2 dl Vatn eða hvítvín (gott að nota Villa Montes Sauvignon Blanc)
Kóríander
Graslaukur
Fáfnisgras (estragon)
Extra Virgin Ólífu olía
Salt og pipar

Aðferð:
Skerið shallot laukinn í sneiðar. Skerið graslaukinn smátt. Grófsaxið hinar kryddjurtirnar.
Skerið lúðuna í hæfilega bita c.a. 110 gr/stk.
Setjið smá olíu í botninn á djúpri pönnu. Leggið lúðubitana á pönnuna, kryddið með salti og pipar. Dreifið öllum kryddjurtunum yfir og vatninu/hvítvíninu. Látið eldast í 5-10 mínútur. Eldunartíminn fer mikið eftir þykkt fisksins.

Linsubaunir

400 gr Soðnar linsubaunir
1/3 stk Rauð paprika
1/3 stk Gul paprika
1/2 stk Rauðlaukur
Olía
Salt og pipar

Aðferð:
Grófskerið grænmetið. hitið pönnu og setjið olíuna á. Snöggsteikið grænmetið aðeins og setjið baunirnar 3 mínútum seinna. Kryddið til með salti og pipar.


Nauðsynlegt er að láta baunirnar liggja í bleyti í c.a. 3 tíma áður en þær eru soðnar. Þá soðna þær jafnar og minni hætta er á að þær séu missoðnar.
Maður þarf að vera vakandi yfir baununum þegar þær eru í suðu því það er svo skammur tími á milli þess að þær eru akkurat soðnar og ofsoðnar, þá maukast þær mikið.
Þær þurfa c.a. 10 mínútna suðu.

Vefurinn kokkarnir.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á kokkarnir.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur