600 gr gulrætur skornar í sneiðar

½ tsk kúmen

1 msk olía

½ ltr kjúklingasoð eða grænmetissoð(vatn og kraftur )

Salt og pipar eftir smekk ef það þarf.

Steikið gulræturnar í olíunni með kúmeni, við meðal hita í 2-3 mín.

Bætið þá soðinu við og látið sjóða niður þar til helmingurinn af vökvanum er gufaður upp.

Kryddið með salti og hvítum pipar ef þarf.

Gulræturnar eru þá maukaðar með vökvanum, best að nota töfrasprota eða matvinnsluvél.

Má setja slettu af þeyttum rjóma eða smá sýrðanrjóma.

Prentvæn útgáfa