Heilgrillaður kryddkjúklingur
2 stk kjúklingur (ófrosinn)
1 bunkt fersk steinselja
1 bunkt ferskt timjan
1 bunkt ferskt rucola
1 bunkt ferskt rósmarin
5 msk Ólífuolía

Marinering á kjúklinginn

3 msk Sæt chili sósa frá Hot Spot (Thai sweet chilli)
3 msk Ólífuolía
Sjávarsalt eftir smekk

1. Skerið fersku kryddjurtirnar niður og setið í skál. Hellið ólífuolíunni yfir og blandið vel saman.

2. Blandið sætu chili sósunni og ólífuolíunni saman ásamt smávegis af salti (eftir smekk). Penslið eða veltið kjúklingnum upp úr marineringunni áður en hann er settur á grillið.

3. Passið að grillið sé vel heitt. Setjið kjúklinginn á grillið á smástund á hvorri hlið, varist að brenna hann. Ef um tveggja brennara gasgrill er að ræða slökkvið undir öðrum brennaranum og hafið kjúklinginn þeim megin í ca. klukkustund. Þannig grillast kjúklingurinn hægt og rólega, og hann verður mjög safaríkur.

Prentvæn útgáfa