Verslun

Jóhann Friðgeir og Íris

Forréttur


Melóna og parmaskinka

Skerið melónuna í hæfilega bita og setjið eina til tvær sneiðar af parmaskinku með.

Túnfiskpasta

1/2 kjötkraftsteningur
1 stór laukur
3 hvítlauksgeirar
2 tómatar
3 dósir túnfiskur
1 búnt basil
1 ½ dós maukaðir tómatar úr dós
ólífuolía
Kryddað eftir smekk með salti, pipar, basil, oregano, chilipipar.

Setjið vel af ólífuolíu á pönnu. Setjið helming af kjötkraftsteningnum út í ólífuolíuna og leysið hann upp. Kryddið síðan olíuna. Setjið því næst laukinn og hvítlaukinn á pönnuna. Bætið tómötunum við og síðast túnfisknum. Berið fram með rjúkandi pasta, sjá uppskrift hér að neðan.

Pasta eins og það gerist best

500 gr hveiti
5 egg
1 eggjarauða

(Ath! Það þarf pastavél fyrir þessa uppskrift).

Setið hveiti í matvinnsluvél. Blandið eggjunum og eggjarauðunni saman við, einu í einu, leyfið hverju eggi að blandast deiginu vel áður en það næsta er sett saman við. Takið deigið úr matvinnsluvélinni og hnoðið það saman létt í höndunum. Pakkið deiginu inn í plastfilmu og setjið það inn í kæli í 3 klukkutíma. Setjið að því loknu deigið í gegnum pastavélina þar til ákjósanlegri þykkt er náð. Pastað er að lokum sett í sjóðandi vatn í hálfa til eina mínútu.

Pönnubrauð

1 1/2 kg hveiti
50 gr sykur
50 gr salt
50 gr þurrger (tæpir 5 pokar)
1/2 lítri vatn
Hvítlaukur eftir smekk
Ferskt basil eftir smekk
Ólífuolía eftir smekk

Hellið hveitinu, saltinu, sykrinum og þurrgerinu saman í skál. Hnoðið rólega í hrærivél og hellið vatninu smám saman út í. Látið deigið lyfta sér í hrærivélarskálinni í 45 mínútur. Setjið síðan vel af ólífuolíu í pönnu og látið deigið á. Leyfið deiginu að lyfta sér í 45 mín. á pönnunni. Setjið brauðið síðan í ofn og bakið í u.þ.b. 20 mínútur við 180 gráður.

  

Klettasalat

2 tómatar
2 hvítlauksgeirar
4 msk. ólífuolía
2 msk. sítrónusafi
1/2 tsk sykur
1 rauð paprika
1 poki klettasalat
Salt og pipar eftir smekk

Saxið tómatana smátt. Kreistið hvítlaukinn saman við sítrónusafann. Hrærið varlega saman við ólífuolíuna og sykurinn og smakkið til með salti og pipar. Salatsósunni er síðan hellt yfir klettasalatið og saxaða paprikuna.

Tíramísú

6 eggjarauður
2 eggjahvítur
100 gr sykur
1/2 dl Amaretto möndlulíkjör
350 gr Macarpone ostur
20 fingurkökur
Mjög sterkt kaffi

Þeytið eggjarauðurnar og sykurinn vel saman. Eggjahvíturnar eru stífþeyttar sér. Þessu er síðan blandað saman ásamt mascarpone ostinum og Amaretto líkjörnum. Lagið sterkt kaffi og bleytið fingurkökurnar upp úr því. Takið því næst form og setjið þriðjung blöndunnar í botninn. Setjið síðan helminginn af fingurkökunum í. Endurtakið þar til allt er komið í mótið, hafið kremblöndu efst. Sigtið kakó yfir. Látið standa í kæli í 4 – 6 klukkutíma.

Vefurinn kokkarnir.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á kokkarnir.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur