Fyrir 4

400 gr roð og beinlaus karfi
400 gr roð og beinlaus steinbítur
1/2 stk rauð paprika
1/2 stk gul paprika
1 stk rauðlaukur
3 stk hvítlauksrif
100 gr broccoli
3 msk Pistasiu kjarnar
2 msk Sesam fræ
1 stk Shi take sveppur
3 msk blaðlaukur
4 msk Mango curry marinade frá Hot Spot
2 msk Sesam olía
2 msk Ólífu olía (gula frá Filippo Berio)

Aðferð:
Fiskurinn er skorinn niður í strimla. Grænmetið er allt skorið niður í hentugar stærðir.
Gott er að nota wok pönnu við þetta en hægt er líka að notast við venjulegar pönnur.
Hitið pönnuna vel. Setjið olíurnar út á. Setjið hvítlaukinn og sveppina fyrst út á. Því næst hneturnar og sesam fræin. Nú er restinni af grænmetinu bætt út á og látið eldast aðeins síðan er fisknum bætt út í og að lokum Hot Spot sósunni. Látið alls ekki eldast of lengi.

Best er að hafa með þessu Jasmin hrísgrjón frá Tilda

Prentvæn útgáfa