Selleryrótarmauk
1 kg Selleryrót
80 gr Smjör
750 ml Nýmjólk ( má alls ekki vera önnur tegund af mjólk)
Salt og pipar
Aðferð:
Afhýðið selleryrótina og skerið í bita c.a. 2 cm x 2 cm. Setjið í pott og hellið mjólkinni yfir þar til öll rótin er öll undir mjólk. Sjóðið í c.a. 20 mínútur. Hellið mjólkinni af og setjið í matvinnsluvél og bætið í smjörinu og saltið til. maukið fínt.

Prentvæn útgáfa