Volgt kínakálssalat með nautakjöti (4 pers) sem forréttur eða smáréttur

½ haus kínakál skorið í 2 cm strimla

300 gr nautakjöt skorið í strimla

½ tsk hvít sesamfræ

½ tsk svört sesamfræ

salt og pipar

3-4 msk sweet chilisósa

léttsteikið nautakjötið og kryddið með salti og pipar, setjið þar næst sesamfræin og látið steikjast með i nokkrar sekúndur. Bætið þá kínakálinu við og sweet chilisósunni, látið kínakálið hitna í gegn. Sett uppá disk eða fat og borið fram.

Kínakálssalat ( 4 pers)

½ haus kínakál skorin í fína strimla

2 stk gulrætur rifnar niður

nokkrir konfekt tómatar skornir í tvennt

1 stk hnúðkál flysjað og rifið niður

1 stk paprika skorin í fína strimla

Dressing

2 mtsk hvítvínsedik

2 mtsk extra virgin ólífuolía

½ tsk saltflögur

svartan nýmulinn pipar eftir smekk

Prentvæn útgáfa