Verslun

Köld Gazpaco súpa


Gazpacho súpa með Aioli

1-2 stk. rauðar paprikur fræhreinsaðar
8 stk. vel þroskaðir tómatar
1 stk. lítill laukur eða ½ stór
1 stk. gúrka
3 stk. skorpulausar franskbrauðssneiðar
3 dl. tómatsafi (má nota vatn)
½dl. Filipo Berio ólífu olía
½ dl. rauðvínsedik
½ dl. kryddjurtir t.d. basil eða mynta
Nýmalaður svartur pipar eða salt

Aðferð:
Allt hfáefnið sett í matvinnsluvél það er mjög gott að mauka hana ekki of mikið þannig að grænmetið sjáist aðeins. Ef súpan verður of þykk er gott að bæta ísköldu vatni út í. Súpan er síðan sett í kæli og borin fram ísköld.

Aioli

3 stk. hvítlauksgeirar
1 tsk. Dijon sinnep
1 stk. eggjarauða
21/2 dl Filippo Berio ólífuolía
Nýmalaður svartur pipar og salt

Aðferð:

Hvítlaukurinn er saxaður, Dijon sinnepið og rauðan sett í skál og pískaðar til, hvítlauknum bætt útí því næst er ólífu ólíunni bætt rólega út í og hrært hressilega á meðan ef hún verður of þykk er gott að bæta smá vatni út í, að síðustu er piparnum og saltinu bætt útí.

Súpan er sett í skál og tesskeið af Aioli sett ofaná.

Vefurinn kokkarnir.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á kokkarnir.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur