Fyrir 4
Lax
1kg laxaflak
Ólífuolía til steikingar og vel af henni
4 stk hvítlauksrif
Salt og pipar
Aðferð:
Skerið laxinn í hæfilega stóra bita.
Setjið ólífuolíuna á pönnu og hafið c.a. 1 cm hátt á pönnuni. Setjið hvítlauksrifin út í og svo laxinn.
Steikið í c.a.3-5 mínútur á hvorri hlið.
Kartöflur
450 gr Nýjar íslenskar kartöflur
Ólífuolía
Salt og pipar
Aðferð:
Skerið kartöflurnar í tvennt eða fernt.
Setjið ólífuolíuna, saltið og piparinn yfir og blandið vel. Bakið í ofni við c.a. 200 gr í c.a. 30 mínútur.
 Blandað salat
Blandað salat úr poka (þína eftirlætis tegund)
15 stk Myntulauf
Steinselja
Kerfill
Graslaukur
Rauðlaukur
Kirsuberja tómatar
Ólífuolía
Salt og pipar
Aðferð:
Blandið saman
Hvítkálssumarsalat
1/2 haus af nýju íslensku sumarhvítkáli
1 msk     Kúrenur
1 msk     Valhnetur
1/2         Mangó
1            Lime
Kóríander
Salt
pipar
Aðferð:
Saxið hvítkálið fínt. Myljið valhneturnar. Afhýðið mangóið og skerið í strimla. Takið safann úr limeinu. Blandið öllu saman og kryddið til með salti og pipar.

Prentvæn útgáfa