Verslun

Purusteik

Purusteik
Svínasíða  reiknið 300-350 gr af kjöti á mann með beini.
Eldunar leiðbiningar miðast við c.a. 2,5 kílóa stykki.
Gróft salt, pipar
Gætið þess að puran sé vel skorin
Aðferð:
Setjið vatn í ofnskúffu og setjið puruna niður í vatnið ( á hvolf) saltið aðeins og piprið. Stingið kjötinu inn í 180-200°c heitan ofn og eldið svona í c.a 30-40  mínútur.
Takið nú kjötið út úr ofninum og hellið vatninu af. Búið til litla púða úr álpappír, takið kjötið af bakkanum, setjið álpappírinn á ofnskúffuna og kjötið síðan ofan á álpappírinn með puruna upp og reynið að glenna puruna. Takið næst haug af grófu salti og makið í puruna og nuddið inn á milli raufanna ásamt smá af pipar og setjið síðan aftur inn í ofninn  á c.a. 220°c í c.a. 30-40 mínutur. Ef puran er ekki orðin stökk þá, setjið þá endilega yfirhitan á ofninum á þangað til hún poppar almennilega.
Líka er gott að hafa lárviðarlauf og negulnagla til að krydda puruna með.
Góð karamella fyrir sykurbrúnaðar kartöflur
300 gr sykur
100 gr smjör
1 dl Appelsínusafi
Aðferð:
Setjið sykurinn í pott og setjið á mili hita. Hitið hann þar til hann fer að bráðna og setjið þá smjörið út í og látið bráðna með. Þegar þetta hefur brúnast og bráðnað takið þá pottinn af hellunni og setjiðdjúsinn út í og hrærið saman og setjið aftur á helluna þar til þetta hefur alveg samlagast.

Vefurinn kokkarnir.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á kokkarnir.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur