6 flök rauðspetta
12 stk Ferskur mini aspas
Það má nota aspas úr dós

Roðflettið og snyrtið flökin. Skerið í tvennt, langsum.

Osta fylling

3 dollur Hreinn rjómaostur (100 gr box)
1 stk. Hvítlauksrif
steinselja
Estragon (fáfnisgras)
Graslaukur
1dl Parmesan rifinn

Aðferð:
Skerið kryddjurtirnar og hvítlaukinn smátt. Blandið öllu saman.

Skerið aftan af aspasinum því hann getur verið trénaður og síðan í tvennt.
Leggið flakið niður með þykkari partinn að þér, setjið smá skammt af ostafyllingunni og síðan 2 bita af aspas. Rúllið upp.
Setjið smá vatn í djúpa pönnu eða pott og leggið rúllurnar í saltið og piprið. eldið i c.a. 6-10 mínútur fer eftir stærðinni á fiskinum.

Það er mjög gott að ofnbaka þennan rétt og nota þá bara sömu tímamörk.

Rauðkál

1/4 stk. Rauðkálshaus
10 stk. Cherry tómatar
20 gr Smjör
Extra virgin ólífu olía
Salt og pipar

Aðferð:
Takið kjarnan úr rauðkálinu og skerið í fína strimla. Skerið tómatana í tvennt.
Hitið pönnu og setjið olíuna og smjörið á. Setjið rauðkálið fyrst á og steikið í c.a. 3 mínútur og setjið síðan tómatana alveg í restina og velgið aðeins. Kryddið til með salti og pipar.

Gott er að bera soðnar kartöflur fram með þessum rétti eða hrísgrjón

Prentvæn útgáfa