Þessi matseðill er fyrir veislur í heimahúsum og er
allur matur framreiddur á diskum.

Vinsamlegast athugið að við þurfum að vita hvar veislan er haldin til þess að við getum svarað því hvort að við getum afgreitt eftirfarandi rétti á viðkomandi stað.

Allt sem tekur langan tíma í undirbúning er lagað í eldhúsinu okkar eins og
t.d sósur, kartöflur, allur undirbúningur á kjöti og grænmeti.

Hægt er að fá allan borðbúnað leigðan hjá okkur
og tökum við hann óhreinan tilbaka.

Kokkurinn mætir ca klukkustund áður en gestir mæta til
þess að setja upp og koma sér fyrir.

Akstur er innifalinn í verði.

Vinsamlegast veljið einn rétt úr hverjum flokki fyrir allan hópinn.

 

Forréttir:

Tómat og mozzarella salat með basil, ólífuolíu, sjávarsalti og snertingu af svörtum pipar

Nautacarpaccio ”el classico” með pestói, parmesan og sjávarsalti

Lax í kóriander og piparhjúp með blómkálskremi og rúgbrauðs ”crumble”

Bleikja á þrjá vegu – heitreykt – grafin – tartar með blómkálsmousse

 

 

Aðalréttir:

Lambafillet með kartöflu terrine, sveppaduxel og rósmarinsósu

Hægelduð nautamjöðm með, kartöflu terrine ásamt rótargrænmeti og kryddjurtasoðkjarna
Berum fram Bearnaisesósu á borðin með nautamjöðminni

Ofnbakaður lax með möndlu og eplasmjörshjúp, kartöflu terrine og rótargrænmeti

Nýbakað brauð, hummus og pestó fylgir með öllum máltíðum

 

 

Eftirréttir:

Súkkulaði á tvo vegu, hvít og dökk súkkulaði mousse með hnetu ”crumble” og hindiberjasósu

Súkkulaði og karmellu brownie með hnetu crumble og vanillurjóma

Frönsk súkkulaðikaka með vanillusósu

Créme Brulée með karmelluðum ananas

Prentvæn útgáfa