Fyrir 4

1 stk. þumall Laos eða engifer rót
2 stk. Sítrónugras
1 tsk. Saxað ferskt chili
1/2 stk Rauðlaukur
1/3 stk Rauð paprika
1 búnt Kóriander
1 stk Lime
350 gr Roð og beinlaus karfi
20 stk Bláskel
12 stk Risarækja
1 tsk. Sesam olía
2 msk. Fiskisósa frá Thai Choise
1 tsk. Tómat purée
3 stk 400 ml kókos mjólk frá thai choise
Salt og 2dl olía til steikingar


Aðferð:

Laosið snyrt og skorið, sítrónugrasið snyrt og skorið, chiliið snyrt og skorið. Skerið örþunnt af berkinum á limeinu og skerið smátt. Olía og sesam olían sett í heitan pott og Laosið, limeið, chiliið og sítrónugrasið sett út í svitað ásamt tómatpurée-inu. Rauðlaukurinn og paprikan skorin í sneiðar og sett útí. Því næst er bláskelin sett útí og steikt svolítið með grænmetinu. Nú er kókosmjólkinni bætt útí og suðan látin koma upp. þá er fiskisósunni bætt útí og saltað til og látið sjóða í c.a. 10 mínútur og þá er karfanum, risarækjunni og söxuðu kórianderinu bætt út í.

Það er í fína lagi að setja smá vatn um leið og búið er að svita bláskelina áður en maður setur kókosmjólkina.

Prentvæn útgáfa