Verslun

Skötuselur með papriku mauki

Fyrir 4
Paprikumauk
2     stk  Rauðar paprikur
2     stk  Grænar paprikur
2     stk  Rauðlaukur
4     stk  Hvítlauksgeirar
Mynta
Sítrónu melissa
Brauðraspur litlaus frá Kötlu
Salt og pipar
Extra Virgin ólífuolía frá Filippo Berio
Aðferð:
Skerið paprikuna og takið stilkinn og fræin úr og skerið í bita. Takið hýðið af lauknum og skerið í bita. Afhýðið hvítlaukinn og skerið smátt. Saxið kryddjurtirnar niður. Steikið þetta á pönnu við milli hita í c.a. 10-15 mínútur, það má einnig baka þetta í ofni við c.a. 180°c í sama tíma.
Þegar búið er að steikja þá er allt sett í matvinnsluvél og maukað. Ef að maukið er of þunnt þá er gott að setja smá brauðrasp út í til að þykkja.
Krydda til með salti og pipar.
Sykurbaunir
Handfylli af sykurbaunum
olía til steikingar
salt og pipar
Aðferð:
Steikið létt á pönnu. Alls ekki of mikið c.a. 3-4 mínútur.
Skötuselur
1 kg roð og beinlaus skötuselur
Olía til steikingar
salt og pipar
Aðferð:
Mjög gott er ef fille-in af skötuselnum eru heil og steikja hann þannig því þá verður hann safameiri.
Steikið skötuselinn í 3-5 mínútur ef hann er skorinn niður í steikur en gætið þess að ef að fille-in eru heil þá þarf hann lengri tíma.
Skemmtilegt að vera með Tilda Basmati og Wild Rice með þessum rétti

Vefurinn kokkarnir.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á kokkarnir.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur