Fyrir 4
Mascarpone blanda
250 gr Mascarpone
110 gr Rjómaostur með svörtum pipar
Graslaukur
Ruccola salat
Salt
Aðferð:
Skerið kryddjurtirnar niður. Hrærið Mascarpone og rjómaostinum saman og blandið kryddjurtunum útí. Kryddið til með smá salti.
900 gr Smálúðuflök roð og beinlaus
olía
Aðferð:
Skerið smálúðuna í hæfilega stóra bita. Setjið Mascarpone blönduna ofan á lúðubitana. Setjið olíu á heita pönnu. Setjið Lúðubitana á pönnuna og helst lok yfir. Nú bráðnar Mascarpone blandan og kryddjurtirnar verða eftir á lúðuni og æðisleg sósa myndast á pönnunni.
Þetta tekur 5-6 mínútur og svo er í lagi að hvíla þetta á pönnunni í c.a. 4 mínútur.
Salat
1 poki   Alabama mix frá Holt og Gott
1 box    Kirsuberja tómatar
Salat dressing:
1 msk  McCain frosið appelsínu þykkni
2 tsk    Sesam olía
1 tsk    Hindberja edik frá ducros
1 tsk    Soya sósa
1 tsk    Hunang
1dl       Extra Virgin Ólífu olía
Salt og pipar
Aðferð:
Takið þiðið appelsínu þykkni og setjið í skál. Bætið öllu hinu hráefninu út í nema ólífu olíunni og hrærið. Bætið síðan ólífu olíunni út í í mjórri bunu. kryddið til með salti og pipar.
Gott er að hafa soðnar kartöflur með þessum rétti.

Prentvæn útgáfa