Spíran er fjölskylduvænn bistro staður á efri hæð Garðheima

þar sem í boði er hollur og góður matur í hádeginu og kvöldin alla virka daga,

sem og gott kaffi og bakkelsi fram eftir degi.

Um helgar bjóðum við svo upp á Brunch hlaðborð.

Matseðillinn

Matseðillinn er breytilegur sem þýðir að það er alltaf eitthvað nýtt og ferskt í matinn á hverjum degi.

Þú getur valið þér einn af réttum dagsins í hádeginu og eða á kvöldin og fylgir súpa dagsins með

ásamt uppáhelltu kaffi ef borðað er á staðnum.

Einnig bjóðum við upp á vöfflur, kökur og ýmislegt bakkelsi sem er lagað á staðnum.

 

“Take away”

Hægt er að fá alla rétti dagsins á virkum dögum í “Take away”

Aðkoma og aðgengi  að Spírunni er mjög góð þar sem að við erum við eina
af stærri stofnbrautum í Reykjavík og eru næg bílastæði fyrir utan.
Það er einnig ávallt mjög svo stuttur afgreiðslutími og ef þú vilt panta
og sækja þá höfum við matinn tilbúinn á þeim tíma sem að þér hentar.

Opnunartími og borðapantanir

Spíran er opin mánudag til föstudag frá kl. 11:00-20:00

Laugardag og sunnudaga 11:00-17:00

Borðapantanir fyrir Brunch hlaðborðið er í síma 540 3340.

Hópabeiðnir sendist á spiran@spiran.is eða í síma: 5403340.

Tölvupóstum er svarað á virkum dögum til kl 16:00

Vertu velkomin í Spíruna, Garðheimum!