Verslun

Steikt bleikja í sesam með kartöflusalati og agúrkum

Fyrir 4

Kartöflusalat

600 gr  Nýjar íslenskar ágætis kartöflur

1/2 stk Broccoli haus

1/4 stk Rauð paprika

1/2 stk Rauðlaukur

2 msk  Estragon Edik frá ducros

200 ml Extra virgin ólífu olía frá Filippo Berio

Salt og pipar úr kvörn

Mæli eindregið með salt og pipar millunum frá McCormic

Aðferð:

Sjóðið kartöflurnar með hýðinu. Sjóðið broccolíið örlítið (fínt að setja það út í í lokin hjá kartöflunum).

Skerið kartöflurnar og broccolíið í sneiðar og setjið í skál og hellið edikinu og olíunni yfir. Skerið paprikuna fínt og blandið saman við.

Saltið og piprið.

Agúrku salat

1 stk Agúrka

1 stk ruccola salat (c.a. 1/2 lúka)

1 msk valhnetur

1 msk edik frá ducros

1 msk Extra virgin ólífu olía

Salt og pipar úr kvörn

Aðferð:

Rífið agúrkuna niður í rifjárni. Skerið ruccola salatið. Saxið hneturnar. Blandið öllu saman og setjið edikið og olíuna útá og kryddið til með salti og pipar.

 Bleikja

900 gr Bleikjuflök snyrt

Sesam fræ

Salt og pipar

Olía til steikingar

Aðferð:

Skerið bleikjuflökin í hæfilega stóra bita og veltið upp úr sesam fræunum. Hitið pönnu og setjið olíuna á.

Setjið bleikjuna á þegar pannan hefur hitnað. Steikið á hvorri hlið í c.a. 1,5 til 2 mínútur. Kryddið með salti og pipar.

 Graslaukssósa

1 dós Sýrður rjómi 10% feitur

graslaukur

1/2 stk lime

salt og pipar

Aðferð:

Setjið sýrða rjóman í skál og kreistið safan úr lime-inu út í. Skerið graslaukinn niður og setjið út í. kryddið til með salti og pipar.

Vefurinn kokkarnir.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á kokkarnir.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur