Svínalundir með grilluðu grænmeti og brauði.

Fyrir 4

1 kg Svínalundir
1 bréf Parmaskinka
1 flaska Hot Spot Route 66 BBQ sósa
1 stk. Súkíni
1 stk. Eggaldin
1 stk. Rauð paprika
1 stk. Gul paprika
1 poki Marineraðir kartöflubátar frá Beint í Pottinn
1 dl. Balsamic edik
3 dl. Filippo Berio ólífu olía

Aðferð:
Kartöflubátarnir eru hráir og eru settir beint á grillið og grillaðir samkvæmt leiðbeiningum á poka.
Leggið parmskinku sneiðarnar á borð og skerið svínalundina í bita jafn þykka og breiddin á Parmaskinkunni er og vefjið utan um svínalundina. Setjið BBQ sósuna á báða opnu endana og skellið á grillið.
Skerið grænmetið langsum og pennslið með olíu og setjið á grillið, kryddið með salti og pipar.
Þegar grænmetið er eldað er balsamicinu og olíunni blandað saman og sett yfir grænmetið.

Brauðið er unnið samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum nema í staðin fyrir að baka það er það flatt vel út þannig að það líti út eins og Nan brauð og pennslað með hvítlauksolíu og sett á grillið.

Grillaður ananas með karmellu sósu og Riccotta osti

1 stk Ananas
1 stk. Karamellusósa að eigin vali.
1 box Riccotta ostur

Ananasinn er skrældur, kjarnaður og grillaður þar til volgur.
Grillaði ananasinn er settur á disk, karmellusósunni er hellt yfir og ein matskeið Ricotta ostur settur á toppinn. Það má líka nota mascarpone ost ef fólk vill.

Prentvæn útgáfa