Fyrir 4

1 kg Roð og beinlaust ýsuflak
1 msk Mango curry marinade frá Hot Spot
1 msk Wok Thai Style frá Hot Spot
2 dl Kókosmjólk
1/2 Rauð paprika skorin í strimla
1/2 Rauðlaukur skorin niður
Salt

Aðferð:
Blandið saman öllu nema fiskinum. Skerið fiskinn í hæfilega stóra bita.
Setjið fiskinn í eldfast mót og hellið blandinu yfir. Einnig er hægt að setja þetta í skaft pott og elda á hellu.

Steikt grjón

600 gr Soðin hrísgrjón
6 stk Vorlaukar
3 stk Egg
2 stk Hvítlauksrif
Ferkst kóríander
Salt pipar
Olía til steikingar

Aðferð:
Hreinsið vorlaukinn og skerið í bita. Skerið hvítlaukinn smátt. Setjið olíu á pönnuna og setjið síðan vorlaukinn og hvítlaukinn og svitið létt. Setjið síðan eggin útá og hrærið hraustlega til að fá þau eins og hrærð egg. Því næst eru grjónin sett út á og kryddað til með salti og pipar. Að lokum er ferska kóríanderið sett út á .

Prentvæn útgáfa