Brauðbollur úr grófu speltmjöli

 
(Guðjón og Jóhanna notuðu uppskrift úr bókinni Rétt matreiðsla fyrir þinn blóðflokk)

1 1/2 bolli volgt vatn
1/4 bolli sojaduft
1/3 bolli ólífuolía
1 1/2 tesk. salt
1 matsk. hrásykur
2 matsk.þurrger
3 bollar sigtað speltmjöl
2 bollar gróft speltmjöl
1 egg þeytt með 1 matsk. af vatni
sesamfræ
Hnoðið saman í skál og látið lyfta sér tvisvar, fyrst í 45-55 mín og síðan í 45 mín.
Bakið í 20 mín við 220°c.

Rótargrænmeti með kókosmjólk og engifer

Rótargrænmeti að eigin vali
Engifer
Kókosmjólk
Saxið rótargrænmetið í hæfilega stóra bita. Því næst er engifer rifinn og settur á pönnu með olíu. Steikið grænmetið þar til það hefur fengið fallegan lit. Bætið við hálfum lítra af kókosmjólk og tveimur teskeiðum af Garam Masala.

Ávextir í hungangssósu

 

3 matsk. gott hunang
2 matsk. nýpressaður sítrónusafi
rifinn börkur af 1/2 sítrónu
300 gr þurrkaðar gráfíkjur lífrænt ræktaðar
2 perur frekar stórar
150-200 gr græn vínber

Setjið ávextina saman í skál. Blandið hunanginu, sítrónusafanum og rifna sítrónuberkinum saman í aðra skál og hellið svo yfir ávextina. Berið fram með þeyttum jurtarjóma

   

Prentvæn útgáfa