Fyrir 4

800 gr Roð og beinlaus lax
1/4 stk Rauð paprika
1/4 stk Græn paprika
100 gr Hreðkur
1/2 stk Rauðlaukur
2 stk Grænn aspas
1/2 stk Rauður chili
20 stk Basil blöð
1/2 stk Lime
2 dósir Kókosmjólk litlar dollur
30 stk Furuhnetur
Sesam olía til steikingar
Kerfill
Graslaukur
salt

Aðferð:
Skerið niður paprikuna, rauðlaukinn og aspasinn. Skerið chili-ið smátt. Hitið pönnu og setjið sesam olíuna og furuhneturnar og gerið hneturnar gullinbrúnar og setjið síðan laukinn, paprikuna, chili-ið og basil blöðin. Því næst er laxinn skorinn í 2 cm þykkar sneiðar og sett ofan á grænmetið. Kókosmjólkin er sett út á pönnuna og kryddað til með salti og soðið í c.a. 3 mínútur. Nú er aspasinum, eplunum og hreðkunum bætt út á og soðið áfram í c.a. 2 mínútur. Nú er lime-ið kreist yfir og að lokum er kerfillinn og graslaukurinn saxað og settur yfir.

Gott er að vera búinn að skera allt niður áður en byrjað er að elda.

Gott er að hafa grjón með þessum rétti.

Prentvæn útgáfa