Fyrir 4


Laxa marinering.

1 þumall Engifer
1 búnt Kóriander lauf
1/4 Rauður chili
1 stk Stórt hvítlauksrif eða 3 lítil
4 dl Extra virgin ólífu olía.

Aðferð:
Raspið engiferið, skerið chili-ið og hvítlaukinn og setjið í skál og bætið olíuna út í.
Ekki setja salt í marineringuna því það dregur vökva úr fiskinum.

1 kg Roð og beinlaus lax

Látið laxinn liggja í c.a. klst. í leginum.

Steikið annað hvort á grill pönnu eða sléttri og setjið þá salt á laxinn.
Gott er líka að grilla laxinn á útigrilli.


Fennel í appelsínu

3 stk Fennel
1 stk appelsína
Salt

Aðferð:

Takið kjarnan úr fennelinu og skeið niður. Setjið í pott og kreistið appelsínuna út í og sjóðið. Gott er að sjóða fennelið ekki of mikið soðið þannig að það sé stökkt undir tönn.
Kryddið með salti.Cous-Cous

2 bollar cous-cous
2 bollar vatn
1/2 dl Extra virgin ólífu olía (filippo berio)
Salt
1/4 stk Rauð paprika

Aðferð:
Setjið vatn í pott og fáið suðuna upp. Setjið cous-cous-ið út og kryddið með salti.
Látið vera á hitanum í c.a. 3-5 mínútur og takið svo af og hafið lok á. Látið standa í c.a. 10 mínútur. Takið lokið af og setjið olíuna út í. Skerið paprikuna í teninga og bærið út í.

Prentvæn útgáfa