Fyrir 4
Kastaníusveppakjarni
1 box kastaníusveppir
3 stk Shallot laukar
Extra virgin ólífuolía
Salt og pipar úr kvörn
Aðferð:
Saxið sveppina niður. Skrælið laukinn og skerið smátt. Hitið pönnu og setjið olíu á. Setjið sveppina fyrst á pönnuna og síðan laukinn, steikið vel. Kryddið til með salti og pipar.
Gott er að setja smá rjóma og sjóða með en alls ekki nauðsynlegt.
Sætar kartöflur og gulrætur
4 stk Sætar kartöflur
4 stk Gulrætur
1/2 dl  Extra virgin ólífuolía
Ferskt timian
Salt og pipar
Aðferð:
Bakið kartöflurnar við 160°c í c.a. 30-40 mínútur. Takið híðið af, setið í skál og hrærið í með gaffli. Afhíðið gulræturnar og rífið í rifjárni og setjið út í. Setjið smá ferskt timian og olíuna og kryddið til með salti og pipar. Gott að setja inn í heitan ofn í c.a. 5 mínútur aftur.
Steiktur lax
1 kg roð og beinlaus lax
Mango curry marinade
Skerið laxinn í hæfilega bita og setjið marineringuna yfir.
Steikið á pönnu í c.a. 3-5 mínútur á hverri hlið.

Prentvæn útgáfa