Fyrir 4

8 stk Hrísgrjónablöð eða eftir því hvað þú vilt vera með marga bita (fæst í Hagkaup)
1 kg Laxaflök roð og beinlaus
Slatti Estragonblöð
Salt og pipar

Aðferð:
Skerið laxinn þannig að það séu c.a. 2 bitar á mann. Bleytið blöðin í volgu vatni í c.a. 10-15 sekúndur og leggið síðan á viskustykki, þerrið aðeins. Best er síðan að vinna þetta á viskustykkinu.
Leggið laxa bita á þannig að hann sé nær öðrun kantinum en hinum. Rúllið einn hring og setjið síðan kantana inn á og haldið síðan áfram að rúlla þar til á endan er komið.
Endurtakið þar til bitarnir eru búnir.
Steikið síðan á hvorri hlið í c.a. 3-5 mínútur, fer eftir stærð bitanna.

Vanilluskyr sósa

1 dós KEA vaniluskyr
1 dós Sýrður rjómi
Ferskt Timian
salt og pipar

Öllu blandað saman. Ef þér finnst sósan of þykk má þynna hana með vatni.

Grænmeti:
Skerið rófur í fína strimla ásamt hvítkáli. Steikið á pönnu og kryddið til með salti og pipar.
Notið olíu við steikinguna.

Gott er að hafa kartöflur með þessu öllu saman eða hrísgrjón

Prentvæn útgáfa